Dagskrá

  • 12:15-13:00 Þjóðlistaspjall
    Bókasafn Kópavogs
    Spjall um bragfræði og vísnagerð

    Á opnunarviðburði VÖKU þjóðlistahátíðar 2025 leiðir Ragnar Ingi Aðalsteinsson gestum inn í létt og fræðandi spjall um bragfræði og vísnagerð, með fjölmörgum skemmtilegum dæmum.

    Ragnar Ingi Aðalsteinsson er fróðleiksmaður á ljóð og sögur og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um íslenska bragfræði. Hann er með doktorsgráður í bókmenntum með sértaka áherslu á bragfræði og hefur kennt fræðin í Háskóla Íslands og fjölmörgum öðrum skólum. Hann hefur gefið út margar kennslubækur um bragfræði og bækur sem tengjast íslenskri bókmenntasögu. Ragnar Ingi hefur einnig verið iðinn við að skrifa bundið og óbundið mál, gefið út ljóðabækur og stutt dyggilega við útgáfu á ljóðum eftir önnur skáld. Í dag starfar Ragnar Ingi sem ritstjóri. Hann gefur úr tímaritið Stuðlaberg, helgað hefðbundinni ljóðlist og bragfræði.

    Aðgangur ókeypis

    14:00-15:00 Barnarímnatónleikar
    Salurinn
    Barnaskóli Hjallastefnunnar & Kvæðabarnafélag Laufásborgar

    Sönghópur úr Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík
    9 ára börn kveða afar fallega rímnalög við ýmsar skemmtilegar vísur m.a. eftir Þórarinn Eldjárn og erindi úr kvæðinu Bærinn minn eftir Stein Sigurðsson sem þau hafa lært í skólanum. Kolbrún Hulda Tryggvadóttir leiðir kveðskapinn.

    Kvæðabarnafjelag Laufásborgar
    Leikskólabörnin kveða af miklli fagmennsku og innlifun ýmsar fallegar og skemmtilegar vísur m.a. eftir Þórarinn Eldjárn við rímnalög sem þau hafa lært í leiksskólanum og hefur kvæðamaðurinn Steindór Andersen verið helsti lærifaðir þeirra í kveðskapnum. Fleiri kvæðamenn hafa einnig kveðið með börnunum þ.á.m. Bára Grímsdóttir. Kvæðabarnafjelag Laufásborgar var stofnað 8. mars 2023. Ari Hálfdán Aðalgeirsson leiðir kveðskapinn.

    Aðgangur ókeypis

    20:00-22:00 Rímnafögnuður
    Salurinn
    Úrvalskvæðamenn úr Kvæðamannafélaginu Iðunni flytja nýjar og gamlar vísur

    Úrvalskvæðamenn úr Kvæðamannafélaginu Iðunni koma fram á þessum opnunartónleikum VÖKU þjóðlistahátíðar. Þau munu kveða vísur úr nýjum rímum og fornum. Meðal annars verða frumfluttir tveir nýir rímnaflokkar. Rímnalögin sem hljóma koma aðallega úr safni Kvæðamannafélagsins Iðunnar en einnig úr ýmsum áttum.

    Ásta Sigríður Arnardóttir kveður vel valdar fallegar vísur úr nýlegum rímum.
    Þorsteinn Björnsson kveður vísur úr fornum rímum.
    Bára Grímsdóttir kveður og flytur m.a. Kópavogsbrag hinn síðari, glænýjan rímnaflokk eftir Sigurlín Hermannsdóttur, sem er sérstaklega saminn fyrir þessa tónleika.
    Kristín Lárusdóttir flytur Læst í klaka af plötunni Kríu og Móðurjörð, mansöngur úr Númarímum eftir Sigurð Breiðfjörð. Hún kveður, leikur á selló og spilar raftónlist.
    Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda kveða og frumflytja Gervigreind, nýjan rímnaflokk eftir Helga Zimsen.

    Til gamans má geta að skáldkonan Sigurlín Hermannsdóttir og kvæðakonan, sellóleikarinn og tónskáldið Kristín Lárusdóttir búa í Kópavogi.

    Kynnir kvöldsins er Pétur Blöndal.

    Aðgangseyrir 3.000 kr og 2.500 kr fyrir eldriborgara, öryrkja og börn.

  • 17:00-19:00 Námskeið fiðlu- og víólunemendur með Vegar Vårdal
    Þjóðdansafélag Reykjavíkur
    Grunnstig, 0-8 ára (Köngulær) og miðstig, 9 ára og eldri (Maríuhænur og Fiðrildi).

    Lokuð námskeið. Skráning og nánari upplýsingar á danslogjonasar@gmail.com

    20:00-23:00 Þjóðlagasamspil
    Ægir 101
    Rælar, polskar og þjóðlög spiluð og sungin

  • 12:15-13:00 Þjóðlistaspjall / Menning á miðvikudögum
    Bókasafn Kópavogs
    Tónlistarreisa um Suður-Ameríku // Andrés Ramón

    Andrés Ramón tónlistarmaður býður hlustendum í ferðalag miðvikudaginn 17. septemer kl. 12:15 um Suður-Ameríku þar sem hann flytur þjóðlög frá ýmsum löndum, þar á meðal frá Kólumbíu, Venezuela, Brasilíu, Bólivíu, Chile og Argentinu, en hann spilar á mismunandi strengjahljóðfæri og syngur á spænsku og portúgölsku.

    Andrés Ramón lauk meistaranámi í tónsmíðum með áherslu á tónlistarmannfræði frá Listaháskóla Íslands, þar sem hann kennir nú. Auk kennslu starfar hann við eigin tónsmíðar og við rannsóknir og flutning á tónlistarstefnum frá norður Indlandi og Suður-Ameríku.

    Aðgangur ókeypis

    19:30-20:30 SÖNGVAKA
    Ægir 101
    Kvæðalög, tvísöngslög og sagnadansar kennd og sungin eftir eyranu

    20:30-21:30 SAGNAVAKA
    Ægir 101
    Fornkvæðin sungin og vikivaki stiginn

  • 18:00-19:30 Námskeið unga strengjaleikara með Vegar Vårdal
    Þjóðdansafélag Reykjavíkur
    Framhaldsstigsnemendur á fiðlu, víólu og selló. Lokað námskeið
    Skráning og nánari upplýsingar á danslogjonasar@gmail.com

    20:00-21:30 Heimboð Þjóðdansafélags Reykjavíkur
    Þjóðdansafélag Reykjavíkur
    Þjóðdansafélagið segir frá starfsemi félagsins, sögu þjóðdansa á Íslandi og spor verða stigin

  • 12:15-13:00 Samhengi // Hádegisfyrirlestur LHÍ
    Listaháskóli Íslands - Dynjandi, Skipholt 31, 105 Rvk
    Vegar Vårdal & Atli Freyr Hjaltason

    Atli Freyr Hjaltason og Vegar Vårdal kynna Danslög Jónasar, útgáfu íslensks danslagahandrits frá 1864.Atli Freyr mun fjalla um dansmenninguna á Íslandi á 19. öld og Vegar fjallar um spilastíl íslenskra alþýðufiðluleikara frá 20. öld og hvernig megi túlka lögin í handritinu. Vegar setur efni handritsins í samhengi við tónlist frá Danmörku, Noregi, Hjaltlandseyjum, Orkneyjum og Færeyjum.

    Aðgangur ókeypis

    16:30-18:00 Danslög Jónasar - ÚTGÁFUHÓF
    Bókasafn Kópavogs
    Léttar veitingar, lifandi tónlist og öll velkomin. Bókasala, áritun bóka og léttar veitingar frá kl. 16:30

    Í Danslögum Jónasar birtast ljósmyndir af handritinu Lbs 1812 4to frá 1864 en handritið inniheldur um 50 danslög fyrir fiðlu sem Jónas Helgason skráði þegar hann var um 25 ára. Öll lögin hafa verið upprituð í nútímanótnaskrift og samhliða þeim eru kaflar um dansmenninguna í Reykjavík á 19. öld, um dansinn í handritinu, um spilastíl íslenskra alþýðufiðluleikara á 20. öld og fleira.

    „Það er gríðarlegur fengur að Danslög Jónasar komist upp á yfirborðið. Það hefur mikið vantað upp á að danstónlist fyrri alda á Íslandi fengi verðuga umfjöllun, ekki síst hljóðfæratónlist, sem okkur hefur nánast verið talin trú um að sé ekki til. Þessi útgáfa er vonandi bara byrjunin á þeirri vegferð að varpa ljósi á þennan mikilvæga hluta tónlistararfsins.“ - Sigurður Halldórsson, prófessor við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

    18:00-20:00 Hátíðarmatseðill á Króníkunni

    20:00-22:00 Úr norðri - Hátíðartónleikar VÖKU / Vegar & Vegard + Ragga Gröndal Trad Squad
    Salurinn
    Vegar Vårdal & Vegard Hansen // Ragnheiður Gröndal, Unnur Birna Björnsdóttir, Guðmundur Pétursson & Pétur Grétarsson

    Á VÖKU þjóðlistahátíð stýrir Ragga Gröndal tónlistarkona einvalaliði fjölskrúðugra og fjölhæfra tónlistarmanna, en með henni koma fram þau Unnur Birna Björnsdóttir söngkona og fiðluleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari. Kvartettinn hrærir í íslenskum þjóðlagaarfi og reiðir m.a. fram þjóðlög, tvísöngva og frumsamið þjóðlagaskotið efni í ferskum búningi.

    Tveir af fremstu þjóðlagatónlistarmönnum Noregs, Vegar Vårdal, fiðlu- og harðangursfiðluleikari og þjóðdansari, og Vegard Hansen harmonikuleikari, flytja kraftmikla og dansvæna tónlist frá Noregi. Þeir hafa báðir starfað með fjölbreyttum hljómsveitum, meðal annars Gjevre, Odde & Vårdal, Skrot, Madam Jam, Sindre og co og Patrik & Vegar. Báðir hafa þeir unnið til verðlauna innan þjóðlistageirans í Noregi og voru í fremstu röð á Landsfestivalen í Noregi.

    Á tónleikunum er boðið upp á einstaka innsýn í norska tónlistarhefð þar sem áheyrn mætir dansgleði, hrynþokka og bravúr.

    Aðgangseyrir 3.500 kr og 3.000 kr fyrir eldriborgara, öryrkja og börn.

    22:00-23:00 Hátíðarklúbbur í forsalnum
    Forsalur Salarins

  • 11:00-12:00 Barna og fjölskyldunámskeið í þjóðlagatónlist og -dönsum
    Bókasafn Kópavogs
    *11:00-11:30 fyrir 1-5 ára börn og fjölskyldur
    *11:30-12:00 fyrir 6-11 ára börn og fjölskyldur

    Börn, foreldar, yngri og eldri systkyni, ömmur, afar og vinir eiga saman gæðastund í söng og leik. Sungin verða þekkt og minna þekkt lög úr íslenskri þjóðlagahefð.
    Umsjón: Bára Grímsdóttir og Chris Foster sem leikur á gítar og langspil.

    11:00-12:30 Kólumbískt slagverk fyrir 9 ára og eldri
    Molinn
    Á þessu námskeiði sem ætlað er börnum og unglingum mun Kristofer kynna þátttakendum fyrir slagverksheimi Cumbia tónlistar. Hljóðfæri verða á staðnum og verður mynduð trommuhringekja þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast ólíkum slagverkshljóðfærum Cumbia hefðarinnar, hlutverki þeirra og sögu. 
    Umsjón: Kristofer Rodriguez Svönuson

    Skráning á námskeiðið fer fram HÉR

    12:30-13:30 Leiðarvísir á langspilið
    Bókasafn Kópavogs
    Á vinnustofunni kynnumst þátttakendur sögu langspilsins auk þess sem ólík spilatækni verður kynnt og þátttakendur fá tækifæri til að spreyta sig á hljóðfærinu. Fólk er hvatt til að koma með eigin langspil.
    Umsjón: Chris Foster

    13:30-15:30 Listasmiðja fyrir alla fjölskylduna: Gamli íslenski krosssaumurinn
    Bókasafn Kópavogs
    Textílhönnuðurinn Lára Magnea Jónsdóttir hefur um árabil kennt útsaumsnámskeið hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands. Á þessu örnámskeiði læra nemendur að sauma fallega prufu með munstri úr Íslensk Sjónabók sem Heimilisiðnaðarfélagið gaf út. Þegar nemendur hafa klárað prufuna sína er tilvalið að nota hana í nálapúða. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri.
    Umsjón: Lára Magnea Jónsdóttir

    13:30-14:30 Fiðluleikur með Vegar Vårdal
    Molinn
    Opin vinnustofa með Vegar Vårdal, alþýðufiðluleikara frá Vågå í Guðbrandsdal. Vinnustofan er opin öllum vönum fiðlu- og víóluleikurum, 12 ára og eldri

    Vegar hefur verið einn þekktasti alþýðufiðluleikari Noregs um árabil, en hann hefur jafnframt starfað sem kennari, tónskáld, útsetjari og upptökustjóri. Hann spilar á bæði fiðlu og harðangursfiðlu og hefur mikla breidd sem flytjandi. Hann hefur verið kennari við Ole Bull Akademíuna í 20 ár og hefur kennt marga af þekktustu tónlistarmönnum innan þjóðlagasenunnar í Noregi. Hann hlaut Hilmarsprisen árið 2020, en þau heiðursverðlaun hafa árlega verið veitt frá 1991 til framúrskarandi flytjenda og tónlistarmanna vegna framlags þeirra til norskrar þjóðlagatónlistar.

    15:00-16:00 Danslög með Vegar Vårdal & Vegard Hansen
    Molinn
    Íslensk og norsk danslög fyrir öll hljóðfæri - opin vinnustofa fyrir vana hljóðfæraleikara 12 ára og eldri með Vegar Vårdal fiðlu- og harðangursfiðluleikara og Vegard Hansen harmonikuleikara.

    16:30-17:30 Gömludansarnir
    Molinn
    Elizabeth Katrín Mason & Atli Freyr Hjaltason

    19:00-23:00 HÁTÍÐARVAKA / VÖKUPARTÍ
    Salurinn
    Veislumatur, lifandi kveðskapur og tónlist, dansleikur og þjóðlaga DJ sett
    Salur opnar 19:00 Veislan byrjar 19:30.


    VÖKU 2025 verður fagnað með veglegu veisluhaldi laugardaginn 20. september í forsal Salarins. Kvöldið hefst á hátíðarkvöldverði í boði Króníkunnar þar sem bragðlaukarnir fá sín notið, en ljúffengur matur verður borinn fram í sérstaklega skreyttum forsal, hönnuðum af Birni Loka hjá Krot & Krass og FÚSK, í tilefni hátíðarinnar. Undir borðhaldinu verða lifandi skemmtiatriði sem spegla kjarna hátíðarinnar, kveðskapur og tónlist milli þess sem skálað er.

    Eftir borðhald hefst dansleikur þar sem fremstu danstónlistarmenn Noregs meðal annarra, Vegar Vårdal og Vegard Hansen, halda uppi ómótstæðilegum hrynþokka fyrir bæði hreyfanlega og óhreyfanlega gesti, og lýkur kvöldinu á funheitum þjóðlagabræðingi með DJ Kraftgalla.

    Aðgangseyrir 7.000 kr með mat og 3.000 kr án matar.

  • 12:00-13:00 Óformlegt kaffispjall um VÖKU og framtíðarsýn Vökufélagsins
    Ýmir kaffihús í Eddu

    13:30-16:00 Málþing: Hljóðfæratónlist á Íslandi og lagasafn í Danslögum Jónasar
    Edda, hús íslenskunnar

    Í bókinni Danslög Jónasar eru gefin út lög fyrir fiðlu sem Jónas Helgason (1839–1903) skráði í litla nótnabók sem nú er varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Birtar eru ljósmyndir af handritinu í raunstærð ásamt aðgengilegum uppskriftum allra laganna í því.

    Jónas og Helgi, bróðir hans, voru vinsælir fiðluleikarar og danstónlistarmenn í Reykjavík á sjöunda áratug 19. aldar og bókin inniheldur einnig upplýsingar um Jónas, alþýðufiðluleik á Íslandi og sögu dansmenningar 19. aldar í Reykjavík. Sumt af þessu verður einnig fjallað um á málþinginu ásamt því sem talað verður almennt um alþýðuhljóðfæri og þjóðlagatónlist.

    Markmið útgáfunnar og málþingsins er að kynna ríkan menningararf sem birtist í Danslögum Jónasar með ósk um að hún veiti tónlistarfólki innblástur til að halda áfram að spila þessa tónlist á fiðlur og önnur hljóðfæri, tónlistarinnar verði notið og dansað verði við hana.

    Fyrirlestrar:
    - Rósa Þorsteinsdóttir: Alþýðuhljóðfæri á Íslandi
    - Mette Vårdal: When does culture become national? About innovation, assimilation and tradition in folk culture
    - Herdís Anna Jónsdóttir: Fiðlumenning í Suður-Þingeyjarsýslu
    - Vegar Vårdal: How I understand the fiddle recordings in Ismus in light of the Nordic folk music
    - Atli Freyr Hjaltason: Þjóðdansar eða menningararfur. Dansmenning 19. aldar

    Umræðustjóri: Kristinn Schram