Velkomin á Vöku, hátíðlega þriggja daga samkomu sem samanstendur af tónlist, dansi, vinnustofum, og matarveislu.

Á Vöku fléttast fornar hefðir við daginn í dag með sérstari áherslu á þátttökumenningu. Tími rímnalagsins, tvísöngsins, vikivakans og rælsins er kominn! Taktu þátt í hefðarvakningu á Vöku - hátíð sem brúar fortíð og nútíð.

Helgarpassi veitir aðgang að öllum liðum hátíðarinnar á afsláttarverði , þar með eru taldar allar vinnustofur, en einnig er hægt að kaupa miða á hvern viðburð fyrir sig.

FÖSTUDAGUR - KEX HOSTEL
RÍMNATÓNLEIKAR 20:00

LAUGARDAGUR - KEX HOSTEL

VINNUSTOFUR:
RÍMNAKVEÐSKAPUR FYRIR BYRJENDUR 11:00
GÖMLU DANSARNIR 13:00
ÍSLENSK DANSLÖG 14:15
SKOSKIR DANSAR 15:30
AÐALKVÖLD 18:30

SUNNUDAGUR - EDDA
MÁLÞING 14:00

FÖSTUDAGUR
á Kex Hostel, Skúlagötu, 101 Reykjavík:

Dagur rímnalagsins

Árlega heldur Kvæðamannafélagið Iðunn upp á dag rímnalagsins þann 15. September með rímnatónleikum og í ár er það í fyrsta sinn hluti af Vöku. Þá er í boði fullur skali af flutningi rímna, frá hráum, einradda flutningi djúpvitra kvæðamanna yfir í stóra tilraunakennda hljóðaheima.

LAUGARDAGUR
á Kex Hostel, Skúlagötu, 101 Reykjavík:

Vinnustofur, matarveisla og dans!

Á laugardeginum gefst tækifæri til þess að læra að kveða, spila og dansa undir leiðsögn frá vönum listamönnum og eru vinnustofurnar ókeypis fyrir handhafa hátíðarpassa. Takið höndum saman við aðra hátíðargesti, lærið eitthvað nýtt og hitið upp sporinn fyrir kvöldið framundan!

Aðalkvöld helgarinnar byrjar á veglegri matarveislu að hætti meistarakokksins Arctic Taiga. með nýuppskornu grænmeti úr heimahögum sem gerir þennan gómsæta vegan matseðil að sannkölluðum óði til haustsins.

Eftir matinn verður gólfið rutt og slegið upp með dansi með lifandi tónlist frá húsbandi Vöku. Öll eru velkomin á dansgólfið og munu dansstjórar leiða fólk í gegnum hvern dans fyrir sig, sérstaklega þá dansa sem kenndir voru fyrr um daginn.
Kvöldinu lýkur með dúndrandi balkan stemningu með íslensku ívafi frá Skuggamyndum frá Býsans.

SUNNUDAGUR
í Eddu - hús íslenskunnar, Arngrímsgata, 107 Reykjavík:

Málþing

Málþing er á lokadeginum sem fjalla mun um fortíð, nútíð og framtíð þjóðlaga á Íslandi og er það skipulagt í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Kvæðamannafélagið Iðunni og Stofnun Árna Magnússonar í Eddu, húsi íslenskunnar. Samstarfsaðilarnir koma hver með sína sérstöðu, sérþekkingu og nálgun að borðinu.
Eftir málþingið hittast langspilsunnendur fyrir opnum dyrum með langspilin sín til þess að bera þau saman, ræða um hljóðfærin og glamra.
Aðgangur að málþingi er ókeypis og opið öllum.

Fylgist með okkur á Facebook