Laugardagur

1.júní

14:00: Balfolk dansar með Barnaby Walters

Barnaby Walters er hurdy Gurdy leikari, þjóðdansari og fastagestur á Vöku. Hér kennir hann Balfolk þjóðdansa þ.a.m. skottís og vals. Eftir tónleikana um kvöldið fær fólk tækifæri til þess að dansa við lifandi tónlist.

15:00: Inngangur að danstónlist með Joaquín Belart

Komið með hljóðfæri og lærið danslög í hefðbundnum stíl. Hugsað fyrir byrjendur og lengra komna sem vilja kynna sér þjóðlagatónlist og læra nokkur einföld hefðbundin danslög.

16:00: Íslenskir og norrænir dansar með Atla Frey

Atli Freyr ólst upp í þjóðdansfélaginu með ömmu sinni og afa og hefur síðustu ár tekist að fá ungt fólk með sér í dansinn. Eftir tónleikana um kvöldið fær fólk tækifæri til þess að dansa við lifandi tónlist.


Sunnudagur

2. júní

14:00: Langspils samkoma

Samkoma fyrir langspilara til þess að nördast um hljóðfærin sín og ræða framtíð langspilsins.

14:00: Fiðlulög frá Hjaltlandseyjum með Wilmu Young

Wilma Young er fiðluleikari frá Hjaltlanseyjum og er með hefðina í blóðinu en hefur búið og kennt á Íslandi í mörg ár. Á vinnustofunni kennir Wilma fiðlulög sem má spila á flest hljóðfæri. Gert er ráð fyrir að gestir geti pikkað upp lög eftir eyranu.

15:00: Söngvaka

Chris Foster og Linus Orri hafa fyrir hönd Kvæðamannafélagsins Iðunnar haldið mánaðarlegar söngvökur helgaðar tvísöng, sagnadönsum og fleiri sönghefðum í Gröndalshúsi. Þetta verður síðasta söngvakan fyrir sumarfrí.

16:30: Þjóðlagafélag?

Óformlegur spjallfundur um framtíð þjóðlagasenunar á Íslandi. Hvernig gæti þjóðlagafélag þjónað okkur? Hvernig viðburði viljum við saman? Hvar á þjóðlagatónlist heima?